Ríkisstjórnin afnemi Icesave 2

Ef Steingrímur er jafn sannfærður og hann heldur fram, um að betra tilboð liggi á borðinu og að í því sé eitthvað hald, af hverju hefur hann þá ekki gert tillögu í ríkisstjórn um að fella Icesave 2 nauðungarlögin úr gildi? Þar með væri þjóðaratkvæðagreiðslan úr sögunni.

Þetta tilboð sem á að liggja á borðinu og vera mun betra en Icsave 2 lögin gera ráð fyrir er atriðið Steingrímur tilgreinir sem rök fyrir því að slá þjóðaratkvæðagreiðsluna af.

 Koma svo fjölmiðlamenn!  Hvernig væri að senda þessa spurningu á fjármálaráðherra!!!!!


mbl.is Vildi skýr svör um þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttu spurningarnar, í réttri röð.

Í öllum málum, sérstaklega þeim sem virðast flókin, þó að þau séu það ekki í raun, er skynsamlegt að raða spurningum málsins upp í rétta tímaröð.

Í þessu svokallaða Icesave máli er ein spurning sem er fyrst á þeirri tímalínu, það er spurningin hvort ríkisábyrgð sé á innstæðutryggingasjóði, ef svarið við þeirri spurningu er NEI (gagnvart skuldbindingum ríkissjóðs), þá falla flestar hinar spurningarnar niður.  Spurningar eins og vaxtaprósenta, vaxtafrystingartímabil, lengd afborgunarferils o.s.frv. hreinlega skipta ekki máli, þar sem svarið við spurningunni um ríkisábyrgð á innstæðutryggingasjóði er NEI.

Með handabakavinnubrögðum og ótrúlegri einurð á síðari stigum, hefur því miður tekist að flækja málið þannig að margir halda að skuldbindingar okkar séu til.

Minni til gamans á grein sem ég skrifaði um málið fyrir nokkru síðan sem bar heitið ,,Skuldbindingar okkar eru ekki til".

http://bergthorolason.blog.is/blog/bergthorolason/entry/1002550/


mbl.is Eigum ekki að borga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheilindum ríkisstjórnar virðast engin takmörk sett

Það er alveg makalaust og raunar ógnvekjandi að fylgjast með hvað óheilindum ríkisstjórnarinnar virðast lítil takmörk sett. 

Það virðist allt vera leyfilegt og reynt að halda spunanum gangandi eins lengi og kostur er.  Allt með það að markmiði að þjónkast hagsmunum Breta, Hollendinga og Evrópusambandsins.

Og enn kvaka þau um að kostirnir séu óskýrir í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þegar þeir eru bæði kristaltærir og augljósir.


mbl.is Vildu hitta formennina eina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn besti veitingastaður landsins.

Þetta eru sorglegar fréttir, þarna er um að ræða einn af albestu veitingastöðum landsins og án nokkurs vafa þann besta utan höfuðborgarsvæðisins.

Hæfileikar Friðriks og natni við matargerðina hafa um árabil ýtt undir að fólk heimsæki Akureyri, jafnvel í þeim eina tilgangi að njóta matar hjá honum og hans frábæra starfsfólki, í því glæsilega umhverfi sem þau höfðu búið staðnum.

Ég vona að Friðrik og hans góða fólk komist af stað aftur og óska þeim alls góðs.


mbl.is Búið að loka Friðriki V.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband