Villandi fréttaflutningur af ,,málţófi"

Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, álitsgjafar á ţeirra bandi og ríkisfréttamenn leggjast nú á eitt viđ ađ reyna ađ ţrýsta stjórnarandstöđunni til uppgjafar á alţingi. Öll verstu og minnst undirbúnu mál ríkisstjórnarinnar eiga víst ađ renna baráttulaust í gegn. Í ţessu skyni eru nú sagđar látlausar fréttir af ţví ađ stjórnarandstađan stundi ,,málţóf" á alţingi. Hamrađ er á ţví í fréttatímum ađ nú hafi ţingmenn stjórnarandstöđunnar haldiđ svo og svo margar rćđur og umrćđan stađiđ í svo og svo marga klukkutíma. Í fréttatíma Ríkisútvarpsins eru nöfn stjórnarandstöđuţingmanna, sem tekiđ hafa til máls, sérstaklega lesin upp.

Ţađ sem ,,gleymist" í hinum sífellda fréttaflutningi er ţađ, ađ um leiđ og umrćđa tók ađ lengjast brá stjórnarmeirihlutinn á ţađ ráđ ađ halda kvöld- og nćturfundi, jafnvel framundir sjö á morgnana. Ţađ stóđ aldrei til ađ halda neina nćturfundi. Hinar mörgu rćđur, sem fréttamönnum og formlegum stjórnarsinnum svíđa svo mjög, eru haldnar á nóttunni yfir tómum sal. Ţađ átti aldrei nein umrćđa ađ fara fram ţá. Nćturfundirnir, ţar sem nokkrir stjórnarandstöđuţingmenn tala en enginn stjórnarliđi hlustar, ţeir tefja engin ,,brýn mál". Eđa vita fréttamenn til ţess ađ ţađ hafi átt ađ rćđa eitthvert áríđandi mál í fyrrinótt, en ţađ hafi ţví miđur ekki veriđ hćgt, vegna hins skelfilega ,,málţófs". Átti kannski einmitt ađ slá skjaldborg um heimilin klukkan hálffjögur, ađfaranótt síđasta miđvikudags, en mistókst vegna ,,málţófsins"?

Ef menn vilja í raun segja fréttir af ţví hvađ umrćđa um eitt mál hafi tekiđ langan tíma frá öđrum, ţá eiga ţeir ađ horfa til ţess hversu mikiđ af áćtluđum fundatíma hefur fariđ í máliđ, ekki hversu lengi hefur veriđ talađ á aukafundum sem ella hefđu aldrei veriđ haldnir. En af einhverjum ástćđum gera fréttamenn ţađ ekki.

-Greining birtist í Morgunblađinu 6.desember 2012


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband