Réttu spurningarnar, í réttri röð.

Í öllum málum, sérstaklega þeim sem virðast flókin, þó að þau séu það ekki í raun, er skynsamlegt að raða spurningum málsins upp í rétta tímaröð.

Í þessu svokallaða Icesave máli er ein spurning sem er fyrst á þeirri tímalínu, það er spurningin hvort ríkisábyrgð sé á innstæðutryggingasjóði, ef svarið við þeirri spurningu er NEI (gagnvart skuldbindingum ríkissjóðs), þá falla flestar hinar spurningarnar niður.  Spurningar eins og vaxtaprósenta, vaxtafrystingartímabil, lengd afborgunarferils o.s.frv. hreinlega skipta ekki máli, þar sem svarið við spurningunni um ríkisábyrgð á innstæðutryggingasjóði er NEI.

Með handabakavinnubrögðum og ótrúlegri einurð á síðari stigum, hefur því miður tekist að flækja málið þannig að margir halda að skuldbindingar okkar séu til.

Minni til gamans á grein sem ég skrifaði um málið fyrir nokkru síðan sem bar heitið ,,Skuldbindingar okkar eru ekki til".

http://bergthorolason.blog.is/blog/bergthorolason/entry/1002550/


mbl.is Eigum ekki að borga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband