12.1.2010 | 11:54
Hættulegur fjármálaráðherra
Það verður ljósara með hverjum deginum að Steingrímur J. er beinlínis hættulegur fjármálaráðherra.
Það er ekki bara sú staðreynd að hann vilji fórna öllu til að ganga gegn hagsmunum íslenskra skattgreiðenda í Icesave málinu, heldur virðist hann algerlega laus við skilning á samhengi atvinnulífs og heimila í landinu og þeirri staðreynd að samfélögum hefur aldrei tekist að skattleggja sig út úr kreppu.
Það er rétt að minna á að Steingrímur hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að skatta skuli hækka, núverandi staða er bara átilla.
Það setur að mér kaldan hroll að sjá vitnað í hann segja you ain't seen nothing yet,
Nauðsynlegt að hækka skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2010 | 11:41
Enn kvarnast úr vopnabúrinu
Allt virðist ganga ríkisstjórnum Íslands, Bretlands, Hollands og öðrum stuðningsmönnum Icesave-ánauðarinnar í mót þessa dagana.
Enn kvarnast úr vopnabúri stuðningsmanna þess að lögin verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sú hótun að ekki sé hægt að lækka stýrivexti á meðan Icesave málið er "óklárað,, er út af borðinu miðað við þessi ummæli seðlabankastjóra. Verst er að seðlabankastjórinn fær sennilega á baukinn vegna þessa óheppilega útspils.
Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa verið óþreytandi við að benda mönnum á að það sé ekki þeirra að tjá sig um tiltekin mál, eins og t.d. þegar aðstoðarmaður forsætisráðherra benti Evu Joly á að halda sig við sitt en vera ekki að vasast í Icesave málinu. Aðrir eru iðulega sagðir misskilja mál sem eingöngu hörðustu stuðningsmenn ánauðarinnar virðast geta skilið.
Icesave-mál þarf ekki að hindra vaxtalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2010 | 19:19
Spunahættan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2010 | 11:25
„Skuldbindingar okkar“ eru ekki til
Frá því forseti Íslands neitaði að staðfesta Icesave-lögin hefur gríðarlegur hræðsluáróður dunið á íslenskum almenningi, sem hafði vogað sér að vilja sjálfur ráða einhverju um það hvort á hann yrðu lagðar óheyrilegar byrðar án dóms og laga. Hræðsluáróðurinn þurfti ekki að standa lengi til þess að stjórnmálamenn misstu kjarkinn og byrjuðu að stama hver á eftir öðrum að auðvitað myndu Íslendingar standa við skuldbindingar sínar. Hver segir nú á eftir öðrum að auðvitað þurfum við að borga, þó fáir hafi fyrir því að útskýra hvaða skuldbindingar okkar það eru, sem við verðum að borga.
Það er ekki von að menn hafi mörg orð um þær skuldbindingar. Þær eru nefnilega ekki til. Það hefur aldrei verið nein ríkisábyrgð á Icesave-reikningunum og er ekki enn orðin, þökk sé forseta Íslands. Meira að segja í nýju Icesave-lögunum er tekið fram, að engin skylda hvíli á Íslendingum til að taka að sér að borga skuldir þessa einkabanka. Í 2. gr. laganna segir orðrétt: Ekkert í lögum þessum felur í sér viðurkenningu á því að íslenska ríkinu hafi borið skylda til að ábyrgjast greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í útibúm Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi. Í eldri Icesave-lögum var heldur engin viðurkenning á greiðsluskyldu, heldur þvert á móti tekið fram að ekki hefði verið sýnt fram á hana. Allt tal um að Íslendingar muni ekki hlaupast frá skuldbindingum sínum er tóm fjarstæða, hugsuð til þess að sannfæra landsmenn um að þeir séu orðnir stórskuldugir við erlend ríki og verði að beygja sig undir hvaða glæsisamning sem Steingrímur J. Sigfússon og Svavar Gestsson gera við þau.
Allt er það tóm vitleysa. Rétt eins og það er vitleysa að eldri Icesave-lög, sem öðlast munu gildi þegar þjóðin hefur hafnað nýju ánauðarlögunum, hafi viðurkennt greiðsluskyldu eða veitt ríkisábyrgð á Icesave-skuldum Landsbankans. Þau lög viðurkenna enga greiðsluskyldu og leggja enga ríkisábyrgð á skuldirnar. Þau heimila fjármálaráðherra að gera það, að uppfylltum skilyrðum sem Bretar og Hollendingar hafa hafnað. Ef að Íslendingar hafna Icesave-ánauðarfrumvarpi Steingríms J. Sigfússonar þá er engin ríkisábyrgð fyrir hendi og engar skuldbindingar okkar. Ekki frekar en nú.
Enda dettur Bretum og Hollendingum ekki í hug að leggja málið fyrir nokkurn dómstól.
-greining birtist í Morgunblaðinu í dag, 8.janúar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2010 | 20:47
Er Financial Dynamics ekki að vinna að PR málum vegna Icesave og synjunar forsetans?
Í yfirliti utanríkisráðuneytisins um samskipti við önnur ríki og alþjóðastofnanir er meðal annars sagt frá því að unnið hafi verið með breska almannatengslafyrirtækinu Financial Dynamics (FD) að því að koma málstað Íslands á framfæri í erlendum fjölmiðlum og leiðrétta rangfærslur.
Gott ef rétt er, en skv. öruggum heimildum var hlutverk þeirra (FD) í gær, heilum sólarhring eftir að forsetinn synjaði hinum nýju Icesave lögum staðfestingar, ekki að vinna að PR málum vegna Icesave. Ekki heldur að koma sjónarmiðum á framfæri vegna synjunar forsetans á Icesave lögunum frá 30.desember.
Hlutverkið var í gær enn það sama og það hefur verið um skeið, það er að bregðast við ummælum um íslenska fjármálakerfið en ekki að hafa frumkvæði að því að koma út upplýsingum að fyrra bragði, með markvissum hætti. Skv. þessum sömu heimildum var sérstaklega tiltekið gagnvart FD að Icesave sé ekki á þeirra könnu.
Hugsanlega hafa stjórnvöld verið í sambandi við þá í dag, en þetta stangast á við þá mynd sem dregin er upp af hlutverki Financial Dynamics.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hafandi lesið mikinn fjölda erlendra frétta og bloggfærslur síðan forsetinn hafnaði síðari Icesave lögunum staðfestingar er orðið fullkomlega ljóst að engum dettur til hugar að Íslendingar séu í könnunarviðræðum um aðild að Evrópusambandinu eins og fulltrúum ríkisstjórnarinnar tókst að sannfæra hluta þjóðarinnar um.
Það sækir engin þjóð um aðild að Evrópusambandinu nema hún ætli sér þangað inn. Þetta vita allir! Allir nema nokkrir Íslendingar, með núverandi ráðherra ríkisstjórnarinnar fremsta í flokki. Það styttist óðum í að forystumenn VG þurfi að útskýra þetta gönuhlaup fyrir baklandi sínu.
Loksins þegar þörf var fyrir diplómatískar þvinganir Breta, þá klikka þeir!
Bretar beita sér ekki gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)