Er Financial Dynamics ekki að vinna að PR málum vegna Icesave og synjunar forsetans?

Í yfirliti utanríkisráðuneytisins um samskipti við önnur ríki og alþjóðastofnanir er meðal annars sagt frá því að unnið hafi verið með breska almannatengslafyrirtækinu  Financial Dynamics (FD) að því að koma málstað Íslands á framfæri í erlendum fjölmiðlum og leiðrétta rangfærslur.

 

Gott ef rétt er, en skv. öruggum heimildum var hlutverk þeirra (FD) í gær, heilum sólarhring eftir að forsetinn synjaði hinum nýju Icesave lögum staðfestingar, ekki að vinna að PR málum vegna Icesave. Ekki heldur að koma sjónarmiðum á framfæri vegna synjunar forsetans á Icesave lögunum frá 30.desember. 

 

Hlutverkið var í gær enn það sama og það hefur verið um skeið, það er að bregðast við ummælum um íslenska fjármálakerfið en ekki að hafa frumkvæði að því að koma út upplýsingum að fyrra bragði, með markvissum hætti.  Skv. þessum sömu heimildum var sérstaklega tiltekið gagnvart FD að Icesave sé ekki á þeirra könnu.

 

Hugsanlega hafa stjórnvöld verið í sambandi við þá í dag, en þetta stangast á við þá mynd sem dregin er upp af hlutverki Financial Dynamics.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband