Færsluflokkur: Bloggar

Kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslum aldrei á pari við þingkosningar.

Fjölmiðlar virðast sérstaklega áhugasamir um að afvegleiða umræðuna um líklega kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslu dagsins.  Væntanlega með það fyrir augum að geta í lok dags sagt sigri hrósandi að lítill áhugi hafi verið á kosningunum og að ljóst sé að afstaða fólks til málsins sé ekki eins ákveðin og haldið hefur verið fram.

Í Sviss þar sem hefðin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum er ríkust er þátttaka alla jafna á milli 40% og 50%.

Umtalaðasta og æsilegasta þjóðaratkvæðagreiðsla síðari tíma, þar sem Írar tóku afstöðu til Lissabonsáttmálans (stjórnarskrár ESB) skilaði 53% kjörsókn.  Þar var um að ræða þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafði framtíð ESB í hendi sér og augu vestrænna ríkja hvíldu á.  53%!

Á sama tíma eru fjölmiðlar hér heima uppfullir af því að ,,kjörsókn sé dræm" þrátt fyrir að stefni í  prýðis þátttöku.  Þá á eftir að taka tillit til þess að forsætis - og fjármálaráðherra hafa sent skýr skilaboð til sinna stuðningsmanna um að sitja heima, sem er auðvitað svo galin framganga hjá þeim skötuhjúum að það nær ekki nokkurri átt.

 


mbl.is Um 26% kjörsókn í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

PRið enn að gleymast

Menn virðast seint ætla að læra.  Af orðum fjármálaráðherra að dæma á að láta það ráðast, sjá til, hvernig erlenda pressan handerar niðurstöðurnar og túlkar.  Það virðist ekki eiga að hafa frumkvæði að því að stýra umræðunni eins og kostur er og efni standa til. 

Orð Steingríms á blaðamannafundi fyrr í dag eru þess eðlis að leikplanið ,,því verra því betra" virðist enn vera uppi á borðum.

 Hér er línan frá fjármálaráðherra: 

„Og það skiptir miklu máli fyrir landið að þau verði ekki oftúlkuð (innsk: úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu verði niðurstaðan NEI). Það er auðvitað mjög hættulegt fyrir okkur ef að þetta verður lagt upp þannig, og fer út um heiminn, að með þessu sé Ísland alfarið að hafna því að leysa þetta mál eða axla ábyrgð. Það eru ekki þau skilaboð sem við þurfum á að halda heldur þvert á móti að þetta breyti engu um vilja og ásetning íslenskra stjórnvalda til þess að reyna að vinna að lausn þessa máls á ábyrgum forsendum. Allt annað er landinu stórhættulegt," segir Steingrímur.


mbl.is Hlé gert á Icesave-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðissinni skák og mát.

Hann er alveg skák og mát lýðræðissinnin Steingrímur J. Sigfússon.  Bunan hefur staðið upp úr honum árum saman um mikilvægi aukinnar aðkomu almennings að ákvörðunum, þjóðaratkvæðagreiðslur og annað í þá veruna. 

Nú hentar þetta honum allt í einu ekki vegna persónulegra pólitískra hagsmuna og þá skal sitja heima.  Framganga hans gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslunni er yfirgengileg og eina ferðina enn er hann vísvitandi að vinna gegn hagsmunum Íslands.  Erlendir blaðamenn eru víst alveg furðu lostnir og skilja ekkert í framgöngu mannsins.

Enn eina ferðina segir fjármálaráðherra að við höfum ekki efni á að bíða með að semja.  Hverslags samningatækni er þetta eiginlega?  Það er hverjum manni ljóst að á öllum stigum málsins hefur tíminn unnið með hagsmunum íslenskrar þjóðar.

Við þurfum ekki andstæðinga á meðan við höfum fyrirsvarsmenn eins og Steingrím.


mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrann sem enginn kaus

Það jaðrar við að vera sársaukafullt að horfa á Gylfa Magnússon, svokallaðan ,,faglega skipaðan ráðherra", sem kjósendur fá sennilega aldrei tækifæri til að taka afstöðu til í kosningum, beita sér með þessum hætti í þeim óþveraleik ríkisstjórnarinnar að tala niður þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave nauðungarlögin. 

Maðurinn sem hélt innblásna ræðu forðum á Austurvelli er orðin svo djúpt sokkinn í pólitískan spunavef ríkisstjórnarinnar að það styttist væntanlega í að hann hverfi af hinu pólitíska sviði, enda hvorki hægt að halda því fram að hann sé hlutlaus né heldur faglegur um nokkurn hlut þessa dagana.


mbl.is Samningarnir geta reynst dýrari en Icesave-skuldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning til forsætisráðherra:

Ef Icesave 2 lögin eru þegar orðin úrelt og við erum þegar með í hendi hagstæðari lausn sem nemur sjötíu milljörðum króna í greiðslubyrði, hvers vegna er ekki búið að fella Icesave 2 lögin úr gildi og þar með fella niður þjóðaratkvæðagreiðsluna?

Koma svo fjölmiðlungar!

 

 

 


mbl.is Jóhanna ætlar ekki á kjörstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin afnemi Icesave 2

Ef Steingrímur er jafn sannfærður og hann heldur fram, um að betra tilboð liggi á borðinu og að í því sé eitthvað hald, af hverju hefur hann þá ekki gert tillögu í ríkisstjórn um að fella Icesave 2 nauðungarlögin úr gildi? Þar með væri þjóðaratkvæðagreiðslan úr sögunni.

Þetta tilboð sem á að liggja á borðinu og vera mun betra en Icsave 2 lögin gera ráð fyrir er atriðið Steingrímur tilgreinir sem rök fyrir því að slá þjóðaratkvæðagreiðsluna af.

 Koma svo fjölmiðlamenn!  Hvernig væri að senda þessa spurningu á fjármálaráðherra!!!!!


mbl.is Vildi skýr svör um þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttu spurningarnar, í réttri röð.

Í öllum málum, sérstaklega þeim sem virðast flókin, þó að þau séu það ekki í raun, er skynsamlegt að raða spurningum málsins upp í rétta tímaröð.

Í þessu svokallaða Icesave máli er ein spurning sem er fyrst á þeirri tímalínu, það er spurningin hvort ríkisábyrgð sé á innstæðutryggingasjóði, ef svarið við þeirri spurningu er NEI (gagnvart skuldbindingum ríkissjóðs), þá falla flestar hinar spurningarnar niður.  Spurningar eins og vaxtaprósenta, vaxtafrystingartímabil, lengd afborgunarferils o.s.frv. hreinlega skipta ekki máli, þar sem svarið við spurningunni um ríkisábyrgð á innstæðutryggingasjóði er NEI.

Með handabakavinnubrögðum og ótrúlegri einurð á síðari stigum, hefur því miður tekist að flækja málið þannig að margir halda að skuldbindingar okkar séu til.

Minni til gamans á grein sem ég skrifaði um málið fyrir nokkru síðan sem bar heitið ,,Skuldbindingar okkar eru ekki til".

http://bergthorolason.blog.is/blog/bergthorolason/entry/1002550/


mbl.is Eigum ekki að borga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheilindum ríkisstjórnar virðast engin takmörk sett

Það er alveg makalaust og raunar ógnvekjandi að fylgjast með hvað óheilindum ríkisstjórnarinnar virðast lítil takmörk sett. 

Það virðist allt vera leyfilegt og reynt að halda spunanum gangandi eins lengi og kostur er.  Allt með það að markmiði að þjónkast hagsmunum Breta, Hollendinga og Evrópusambandsins.

Og enn kvaka þau um að kostirnir séu óskýrir í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þegar þeir eru bæði kristaltærir og augljósir.


mbl.is Vildu hitta formennina eina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn besti veitingastaður landsins.

Þetta eru sorglegar fréttir, þarna er um að ræða einn af albestu veitingastöðum landsins og án nokkurs vafa þann besta utan höfuðborgarsvæðisins.

Hæfileikar Friðriks og natni við matargerðina hafa um árabil ýtt undir að fólk heimsæki Akureyri, jafnvel í þeim eina tilgangi að njóta matar hjá honum og hans frábæra starfsfólki, í því glæsilega umhverfi sem þau höfðu búið staðnum.

Ég vona að Friðrik og hans góða fólk komist af stað aftur og óska þeim alls góðs.


mbl.is Búið að loka Friðriki V.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúnaðarbresturinn er ríkisstórnarinnar við þjóðina

Því miður er helsti trúnaðarbresturinn í málinu öllu sá er þjóðin hefur orðið fyrir.  Gerandinn í því máli er ríkisstjórn Íslands.

Handabakavinnubrögðin eru slík í þessu máli að það verður rannsóknarefni til langrar framtíðar.

Ákefð Jóhönnu og Steingríms til að sleppa undan þjóðaratkvæðagreiðslu laugardagsins er svo æpandi og um leið háskaleg fyrir stöðu Íslands í viðræðunum að sjaldan í stjórnmálasögunni hefur endatafl máls verið leikið jafn illa og nú.

Forsætisráðherra heldur því fram að það sé ekki ljóst um hvað eigi að kjósa á laugardaginn.  Það er kristaltært. Þar stendur landsmönnum til boða að hafna nauðungarlögunum síðan í desember og tryggja að þau öðlist ekki gildi. Það er bara svo einfalt!


mbl.is Trúnaðarbrestur í Icesave-samningum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband