Kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslum aldrei á pari við þingkosningar.

Fjölmiðlar virðast sérstaklega áhugasamir um að afvegleiða umræðuna um líklega kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslu dagsins.  Væntanlega með það fyrir augum að geta í lok dags sagt sigri hrósandi að lítill áhugi hafi verið á kosningunum og að ljóst sé að afstaða fólks til málsins sé ekki eins ákveðin og haldið hefur verið fram.

Í Sviss þar sem hefðin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum er ríkust er þátttaka alla jafna á milli 40% og 50%.

Umtalaðasta og æsilegasta þjóðaratkvæðagreiðsla síðari tíma, þar sem Írar tóku afstöðu til Lissabonsáttmálans (stjórnarskrár ESB) skilaði 53% kjörsókn.  Þar var um að ræða þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafði framtíð ESB í hendi sér og augu vestrænna ríkja hvíldu á.  53%!

Á sama tíma eru fjölmiðlar hér heima uppfullir af því að ,,kjörsókn sé dræm" þrátt fyrir að stefni í  prýðis þátttöku.  Þá á eftir að taka tillit til þess að forsætis - og fjármálaráðherra hafa sent skýr skilaboð til sinna stuðningsmanna um að sitja heima, sem er auðvitað svo galin framganga hjá þeim skötuhjúum að það nær ekki nokkurri átt.

 


mbl.is Um 26% kjörsókn í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sviss piss þú veist vel að þátttaka í kosningum hér á landi hefur alla tíð verið betri hér á landi en í öðrum vestrænum ríkjum, þannig að þessi útkoma er algjör skandall fyrir hrunaflokkana sem hafa barist fyrir þessari þjóðaratkvæðagreiðslu eins og enginn morgundagurinn væri framundan. Skömm þeirra er mikil að leiða það yfir þjóðina að sagt verði í erlendum fjölmiðlum að Íslendingar séu hálfvitar.

Valsól (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 17:12

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mikið erum við heppin að það verður fjöldi á tölu yfir hversu margir segja já og hversu margir segja nei sem ræður niðurstöðu, ekki það hvort svona mikil mæting skili sér, og sérstaklega þar sem við höfum Fjármála og Forsætisráðherra sem hafa gefið það út að heima ætla þau að sitja og hvetja fólk til þess sama með orðum um markleysu á þessari þjóðaratkvæðagreiðslu jafnvel.. það er bara óskandi að nei verði í meiri hluta fyrir okkur Skattborgarana á Íslandi.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.3.2010 kl. 17:43

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Skilst að þátttaka í þingkosningum á Írlandi sé allajafna um 80-90%, en í þjóðaratkvæðinu síðast um Lissabon var þátttakan rétt um 50% eins og Bergþór nefnir.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.3.2010 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband