21.9.2011 | 13:28
Guðmundur syngur fyrir börnin
Það var merkilegt, þegar Guðmundur Steingrímsson gekk síðast úr Framsóknarflokknum, þá þótti ríkisstjórnarútvarpinu og vefmiðlum Samfylkingarinnar það mikil tíðindi, áfall fyrir Framsóknarflokkinn og sýna það hversu formaður hans væri einangraður.
Nú vissu menn auðvitað að Guðmundur hafði verið varaþingmaður Samfylkingarinnar og aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar áður en hann skaust óvænt í framboð fyrir framsóknarflokkinn, í kjördæmi föður síns og afa, og fékk þar þingsæti hratt og örugglega. En það er eins og menn hafi þrátt fyrir þetta ekki áttað sig á hversu mikill Samfylkingarmaður og lítill framsóknarmaður Guðmundur hefur alltaf verið. Það voru engin tíðindi þegar hann gekk úr Framsóknarflokknum, tíðindin voru ósvífnin sem hann sýndi þegar hann gekk í hann og lét eins og sér væri alvara. Þegar hann bauðst til þess að verða þingmaður framsóknarbænda í norðvesturkjördæmi en vildi fyrst og fremst koma Íslandi í Evrópusambandið og Degi B. Eggertssyni í stjórnarráðið.
Ekki löngu áður en Guðmundur gekk í Framsóknarflokkinn, og þáði þar þingsæti, söng hann eigin texta við þekkt dægurlag. Það segir töluverða sögu um barnaskap íslenskra fjölmiðlamanna, að þeir haldi að það hafi verið áfall fyrir forystu Framsóknarflokksins að losna við slíkan söngvara úr þingflokknum.
http://www.youtube.com/watch?v=qrtb7Ewuzdk
Skoða stofnun nýs stjórnmálaflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.