8.4.2010 | 22:52
Samfylkingin og Baugur
Það verður ljósara með hverjum deginum að Íslandsbanki var misnotaður í þágu eigenda sinna með þeim hætti að með ólíkindum er. Misnotaður af eigendum sem allir, með einum eða öðrum hætti, tengjast Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Baugi, skilgetnu afkvæmi Samfylkingarinnar, sem haft hefur auðhringinn undir verndarvæng sínum allar götur síðan formaður Samfylkingarinnar hélt svokallaða Borgarnesræðu 9.febrúar 2003.
Sífellt kvak álitsgjafa og ,,sérfræðinga sem grafnir eru upp, þess efnis að einkavæðing bankanna hafi verið rót hrunsins, þar hafi allt verið gert með öfugum klónum og bankarnir færðir hinum verstu mönnum á silfurfati, verður hjákátlegt þegar í ljós er komið að sá banki sem stjórnmálamenn fengu aldrei að einkavæða, þar sem hann þurfti ekki að einkavæða, var misnotaður jafn illa og raunin er.
Í dag er grátbroslegt að rifja upp orð formanns Samfylkingarinnar úr Borgarnesræðunni, þar var reitt hátt til höggs og snúist til varnar fyrir auðhringinn. Um leið og sú undarlega ræða er rifjuð upp er rétt að minna á merkilega grein sem Páll Vilhjálmsson, blaðamaður, skrifaði í mars 2003, þar sem hann greinir undirliggjandi markmið ræðunnar og segir:
Ef tækist að telja almenningi trú um að Baugur væri í lögreglurannsókn vegna andúðar forsætisráðherra á fyrirtækinu þyrftu forsvarsmenn Baugs ekki að hafa áhyggjur af niðurstöðu lögregluyfirvalda og dómstóla. Sekt þýddi einfaldlega að forsætisráðherra væri búinn að ákveða að svo yrði en sýkna að jafnvel almáttugur Davíð Oddsson gæti ekki komið á kné svo grandvöru og heiðarlegu fyrirtæki sem Baugur er. Hér er meira í húfi en orðstír Davíðs Oddssonar. Ef atlaga Fréttablaðsins heppnast bíður hnekki tiltrú almennings á réttarríkinu. Kaupsýslumönnum á ekki að líðast að hafa stofnanir lýðveldisins og réttkjörin yfirvöld að leiksoppi.
Athugasemdir
Hvað með Landsbankann og sjálfstæðisflokkinn, eða búnaðarbankann og framsókn?
Hamarinn, 8.4.2010 kl. 23:59
Þú fríar engan hér með að benda á einn. Það þarf ír raun ekki aannað en að nefna nafn Finns Ingólfssonar til að sjásamhengið. Ég er ekki að að draga úr sekt neinna hérog ráðlegg þér að sýna þá víiðsýni líka, þegar þú skoðar söguna. Einkavæðingin er upphafið. Það verður aldrei þrætt fyrir það né úr því dregið. Hér bitust þrjár blokkir um fjöreggið og töpuðu allar og allir töpuðu með.
Það er þó ekki útséð um þessi mál og enn eru klær allra þessara blokka á hræinu. Þar kemur núverandi ríkistjórn inn í dæmið. Gersamlega vanhæf á öllum sviðum.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2010 kl. 08:03
Böl verður ekki bætt með að benda á annað verra.
Afneitun stjórnarandstöðunnar er eins og afneitun alkohólista. Slíkur sjúklingur mun aldrei ná bata.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2010 kl. 08:05
Sælir,
það er ekki meiningin að fría einn eða neinn með þessum skrifum mínum.
Það er þannig að hringamyndun viðskiptalífsins og ægivald auðhrings yfir svo til öllum fjölmiðlum í einkaeigu var, og er, mun alvarlegra vandamál en nokkurn tíman það að bankarnir komust í hendur einkaaðila.
Enda er búið að einkavæða tvo hinna föllnu banka nú þegar, raunar án þess að vitað sé um eigendur þeirra. Og varla dettur nokkrum manni til hugar að einkavæða ekki þann þriðja þegar aðstæður henta.
Ástandið á fjölmiðlamarkaði skrifast á reikning Samfylkingarinnar, sem tryggði með framgöngu sinni eignarhald Baugs á fjölmiðlaveldi sínu og þeim áhrifum sem því fylgir.
Bergþór Ólason, 9.4.2010 kl. 17:34
Þetta er rétt hjá Bergþóri. Stundum tekur maður eitt mál fyrir í einu. Nöfn og flokkstengsl brennuvarga ættu ekki að skipta neinu ef hugurinn heimtar réttlæti. En í stuttri færslu er ekki alltaf hægt að tukta alla brenuvargana.
Finnur Bárðarson, 9.4.2010 kl. 17:47
Vildi líka sjá ættfaðirinn Jóhannes í svona upptalningu. Hann er klárlega settur hjá garði.
itg (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.