3.3.2010 | 12:59
Trúnaðarbresturinn er ríkisstórnarinnar við þjóðina
Því miður er helsti trúnaðarbresturinn í málinu öllu sá er þjóðin hefur orðið fyrir. Gerandinn í því máli er ríkisstjórn Íslands.
Handabakavinnubrögðin eru slík í þessu máli að það verður rannsóknarefni til langrar framtíðar.
Ákefð Jóhönnu og Steingríms til að sleppa undan þjóðaratkvæðagreiðslu laugardagsins er svo æpandi og um leið háskaleg fyrir stöðu Íslands í viðræðunum að sjaldan í stjórnmálasögunni hefur endatafl máls verið leikið jafn illa og nú.
Forsætisráðherra heldur því fram að það sé ekki ljóst um hvað eigi að kjósa á laugardaginn. Það er kristaltært. Þar stendur landsmönnum til boða að hafna nauðungarlögunum síðan í desember og tryggja að þau öðlist ekki gildi. Það er bara svo einfalt!
Trúnaðarbrestur í Icesave-samningum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefði ekki getað orðað þetta betur.
Helgi Kr. Sigmundsson, 3.3.2010 kl. 13:49
Hjartanlega sammála þinni gagnrýni: "Ákefð Jóhönnu og Steingríms til að sleppa undan þjóðaratkvæðagreiðslu laugardagsins er svo æpandi og um leið háskaleg fyrir stöðu Íslands í viðræðunum að sjaldan í stjórnmálasögunni hefur endatafl máls verið leikið jafn illa og nú."
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 13:53
Hjartanlega sammála
Tómas Ibsen Halldórsson, 3.3.2010 kl. 14:31
Þetta er bara skelfilegt og um leið pínlegt að fylgjast með þessu liði sem virðist vera tilbúið til að gera hvað sem er til að halda ráðherrastólunum.
Ég vona að VG og SF taki pokan sinn eftir næstkomandi laugardag því ekki vill ég borga þeirra laun, þau eru einfaldlega búin að vinna á móti íslenskri þjóð.
Gunnar Svanberg Jónsson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 16:11
Segi sama og Helgi. Hefði ekki getað orðað þetta betur.
Ingolf (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 16:40
Hvaðfinnst ykkur um að Steingrímur verði forsætisráðherra og Bjarnmi Ben fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð í utanríkismálin?
Gísli Ingvarsson, 3.3.2010 kl. 20:26
Ég studdi VG í síðustu kosningum en er fyrir löngu gersamlega búinn að fá nóg af þessu ömurlega kæfandi faðmlagi óþjóða Fylkingarinnar. En það stjórnmálaafla er versta tilræði við lýðveldið og frelsi og fullveldi þjóðarinnar frá stofnun Íslenska Lýðveldisins.
Þess vegna segi ég við Gísla Ingvarsson - já allt er betra en Landráðafylkingin við stjórn landsins. Þessi landráðafylking hefur splundrað og sundrað þjóðinni verr en nokkurt stjórnmálaafl hefur gert á vorum tímum. BURT MEÐ ÞETTA LIÐ !
Gunnlaugur Ingvarrson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 21:25
Sæll Bergþór,
Það er alveg á hreinu hvað verður kosið um, en ég hef á tilfinningunni að margir séu langt frá því að hafa það á hreinu. Það er verið að kjósa um lög um breytingar á lögum sem voru samþykkt í September 2009. Verði breytingin felld, þá einfaldlega taka lög 96/2009 við og Icesave samningurinn frá í Júni 2009 með fyrirvörum Alþingis tekur gildi. Hinsvegar höfnuðu Bretar og Hollendingar þessum samningi. Þannig að niðurstaðan verður sama staða og er akkúrat núna, Ísland er bundið Icesave samningnum frá September 2009 og Bretar og Hollendingar þurfa að semja upp á nýtt. Eftir stendur að Íslendingar hafa svolítið betri samning, sem hvorki Bretar né Hollendingar viðurkenna, og Icesave málið er í sama farvegi og það er núna.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 3.3.2010 kl. 23:35
Takk fyrir kommentin allir. Arnór til gamans þá skrifaði ég greinarkorn um stöðu mála fyrir stuttu ,,Skuldbindingar okkar eru ekki til" sú grein er hérna aðeins neðar á síðunni.
Kveðja!
Bergþór Ólason, 3.3.2010 kl. 23:44
Maður fær nú bara aulahroll við að horfa á þau, "Skattmann og frú ESB"
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2010 kl. 06:50
hlustið allir á bylgjuna í morgun.. Lilja sagði loks sannleikann, hún sagði aðeftir samningana við kröfuhafa gömlu bankana, sé þannig að rikið hefur hag af því að menn afskrifi ekki lán á heimilin... ótrúlegt , hlustið á bítið , og commentið
siguróli kristjánsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 07:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.