12.1.2010 | 11:41
Enn kvarnast úr vopnabúrinu
Allt virðist ganga ríkisstjórnum Íslands, Bretlands, Hollands og öðrum stuðningsmönnum Icesave-ánauðarinnar í mót þessa dagana.
Enn kvarnast úr vopnabúri stuðningsmanna þess að lögin verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sú hótun að ekki sé hægt að lækka stýrivexti á meðan Icesave málið er "óklárað,, er út af borðinu miðað við þessi ummæli seðlabankastjóra. Verst er að seðlabankastjórinn fær sennilega á baukinn vegna þessa óheppilega útspils.
Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa verið óþreytandi við að benda mönnum á að það sé ekki þeirra að tjá sig um tiltekin mál, eins og t.d. þegar aðstoðarmaður forsætisráðherra benti Evu Joly á að halda sig við sitt en vera ekki að vasast í Icesave málinu. Aðrir eru iðulega sagðir misskilja mál sem eingöngu hörðustu stuðningsmenn ánauðarinnar virðast geta skilið.
Icesave-mál þarf ekki að hindra vaxtalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.