Hafandi lesið mikinn fjölda erlendra frétta og bloggfærslur síðan forsetinn hafnaði síðari Icesave lögunum staðfestingar er orðið fullkomlega ljóst að engum dettur til hugar að Íslendingar séu í könnunarviðræðum um aðild að Evrópusambandinu eins og fulltrúum ríkisstjórnarinnar tókst að sannfæra hluta þjóðarinnar um.
Það sækir engin þjóð um aðild að Evrópusambandinu nema hún ætli sér þangað inn. Þetta vita allir! Allir nema nokkrir Íslendingar, með núverandi ráðherra ríkisstjórnarinnar fremsta í flokki. Það styttist óðum í að forystumenn VG þurfi að útskýra þetta gönuhlaup fyrir baklandi sínu.
Loksins þegar þörf var fyrir diplómatískar þvinganir Breta, þá klikka þeir!
Bretar beita sér ekki gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er einhvað sem fjölmiðlar ættu strax að beina augum sínum að....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.1.2010 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.