6.3.2010 | 17:01
Kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslum aldrei á pari við þingkosningar.
Fjölmiðlar virðast sérstaklega áhugasamir um að afvegleiða umræðuna um líklega kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslu dagsins. Væntanlega með það fyrir augum að geta í lok dags sagt sigri hrósandi að lítill áhugi hafi verið á kosningunum og að ljóst sé að afstaða fólks til málsins sé ekki eins ákveðin og haldið hefur verið fram.
Í Sviss þar sem hefðin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum er ríkust er þátttaka alla jafna á milli 40% og 50%.
Umtalaðasta og æsilegasta þjóðaratkvæðagreiðsla síðari tíma, þar sem Írar tóku afstöðu til Lissabonsáttmálans (stjórnarskrár ESB) skilaði 53% kjörsókn. Þar var um að ræða þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafði framtíð ESB í hendi sér og augu vestrænna ríkja hvíldu á. 53%!
Á sama tíma eru fjölmiðlar hér heima uppfullir af því að ,,kjörsókn sé dræm" þrátt fyrir að stefni í prýðis þátttöku. Þá á eftir að taka tillit til þess að forsætis - og fjármálaráðherra hafa sent skýr skilaboð til sinna stuðningsmanna um að sitja heima, sem er auðvitað svo galin framganga hjá þeim skötuhjúum að það nær ekki nokkurri átt.
![]() |
Um 26% kjörsókn í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)