7.1.2010 | 20:47
Er Financial Dynamics ekki að vinna að PR málum vegna Icesave og synjunar forsetans?
Í yfirliti utanríkisráðuneytisins um samskipti við önnur ríki og alþjóðastofnanir er meðal annars sagt frá því að unnið hafi verið með breska almannatengslafyrirtækinu Financial Dynamics (FD) að því að koma málstað Íslands á framfæri í erlendum fjölmiðlum og leiðrétta rangfærslur.
Gott ef rétt er, en skv. öruggum heimildum var hlutverk þeirra (FD) í gær, heilum sólarhring eftir að forsetinn synjaði hinum nýju Icesave lögum staðfestingar, ekki að vinna að PR málum vegna Icesave. Ekki heldur að koma sjónarmiðum á framfæri vegna synjunar forsetans á Icesave lögunum frá 30.desember.
Hlutverkið var í gær enn það sama og það hefur verið um skeið, það er að bregðast við ummælum um íslenska fjármálakerfið en ekki að hafa frumkvæði að því að koma út upplýsingum að fyrra bragði, með markvissum hætti. Skv. þessum sömu heimildum var sérstaklega tiltekið gagnvart FD að Icesave sé ekki á þeirra könnu.
Hugsanlega hafa stjórnvöld verið í sambandi við þá í dag, en þetta stangast á við þá mynd sem dregin er upp af hlutverki Financial Dynamics.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hafandi lesið mikinn fjölda erlendra frétta og bloggfærslur síðan forsetinn hafnaði síðari Icesave lögunum staðfestingar er orðið fullkomlega ljóst að engum dettur til hugar að Íslendingar séu í könnunarviðræðum um aðild að Evrópusambandinu eins og fulltrúum ríkisstjórnarinnar tókst að sannfæra hluta þjóðarinnar um.
Það sækir engin þjóð um aðild að Evrópusambandinu nema hún ætli sér þangað inn. Þetta vita allir! Allir nema nokkrir Íslendingar, með núverandi ráðherra ríkisstjórnarinnar fremsta í flokki. Það styttist óðum í að forystumenn VG þurfi að útskýra þetta gönuhlaup fyrir baklandi sínu.
Loksins þegar þörf var fyrir diplómatískar þvinganir Breta, þá klikka þeir!
![]() |
Bretar beita sér ekki gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)