12.1.2010 | 11:54
Hættulegur fjármálaráðherra
Það verður ljósara með hverjum deginum að Steingrímur J. er beinlínis hættulegur fjármálaráðherra.
Það er ekki bara sú staðreynd að hann vilji fórna öllu til að ganga gegn hagsmunum íslenskra skattgreiðenda í Icesave málinu, heldur virðist hann algerlega laus við skilning á samhengi atvinnulífs og heimila í landinu og þeirri staðreynd að samfélögum hefur aldrei tekist að skattleggja sig út úr kreppu.
Það er rétt að minna á að Steingrímur hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að skatta skuli hækka, núverandi staða er bara átilla.
Það setur að mér kaldan hroll að sjá vitnað í hann segja you ain't seen nothing yet,
![]() |
Nauðsynlegt að hækka skatta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2010 | 11:41
Enn kvarnast úr vopnabúrinu
Allt virðist ganga ríkisstjórnum Íslands, Bretlands, Hollands og öðrum stuðningsmönnum Icesave-ánauðarinnar í mót þessa dagana.
Enn kvarnast úr vopnabúri stuðningsmanna þess að lögin verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sú hótun að ekki sé hægt að lækka stýrivexti á meðan Icesave málið er "óklárað,, er út af borðinu miðað við þessi ummæli seðlabankastjóra. Verst er að seðlabankastjórinn fær sennilega á baukinn vegna þessa óheppilega útspils.
Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa verið óþreytandi við að benda mönnum á að það sé ekki þeirra að tjá sig um tiltekin mál, eins og t.d. þegar aðstoðarmaður forsætisráðherra benti Evu Joly á að halda sig við sitt en vera ekki að vasast í Icesave málinu. Aðrir eru iðulega sagðir misskilja mál sem eingöngu hörðustu stuðningsmenn ánauðarinnar virðast geta skilið.
![]() |
Icesave-mál þarf ekki að hindra vaxtalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)