27.6.2011 | 15:09
Að tapa annarra manna peningum
Þetta dæmi úr malbikunargeiranum er því miður aðeins eitt af mörgum um þessar mundir.
Það er gömul saga og ný, að menn hugsa betur um eigin peninga en annarra og freistnivandinn er jafnt til staðar hjá félögum í opinberri eigu og þeim sem eru í dag í eigu banka, með einum eða öðrum hætti. Fyrir starfmann í fyrirtæki þar sem eignarhaldið er fjarlægt, verður alltaf mikilvægara að bjóða í verk til að fá þau, heldur en að bjóða í verk til að hafa framlegð af þeim.
Í dag er staðan þannig að ótal fyrirtæki ganga fram með óforsvaranlegum hætti, hvort sem um ræðir opinber útboð eða "verðkannanir" einkaaðila.
Eina lausnin á þessu er að koma fyrirtækjum í hendur á eigendum sem tapa sínum eigin peningum með undirboðum og viðlíka háttarlagi. Það þarf að gerast hratt!
![]() |
Borgin enn í tjörunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)