15.2.2011 | 17:25
Spurning til þeirra sem snérist hugur
Hér að neðan er grein eftir mig sem birtist í Morgunblaði dagsins:
Að létta byrðarnar
Eftir að forysta Sjálfstæðisflokksins og meirihluti þingflokks þar með, ákvað skyndilega að styðja Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar, gegn eindreginni ákvörðun eigin landsfundar en við mikla ánægju forystumanna stjórnarflokkanna, hefur farið í gang mikil áróðursherferð. Nú liggur skyndilega lífið við að sannfæra fólk um að í höndum sé glæsileg niðurstaða.
Það sem fyrst og fremst er sagt núverandi Icesave-samningi til ágætis er að hann sé miklu betri en sá síðasti. Það segir meira en mörg orð um ágæti núverandi samnings, að það þarf að bera hann saman við óskapnaðinn þeirra Svavars og Indriða til að sjá hann í jákvæðu ljósi. En þá blasa við augljósar spurningar: Hvað ef fyrri samningur hefði alls ekki verið gerður? Hvað ef núverandi samningur hefði verið gerður í fyrra? Þá gætu menn ekki rökstutt hann með því að hann væri skárri en sá síðasti. Hvaða rök hefðu menn þá fyrir honum? Hvers vegna er verið að miða við samning sem er úr sögunni og enginn maður vildi nema Steingrímur, Svavar og Indriði? Hvað ef menn hefðu allra fyrst gert samning sem hefði verið enn verri en glæsilega niðurstaðan hans Svavars? Hefðu menn þá samþykkt Svavars-samninginn, af því hann hefði verið miklu betri en sá síðasti?
Þegar forysta og meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins kynnti stuðning sinn við núverandi Icesave-frumvarp fjármálaráðherra var því haldið fram að nýjasti samningurinn létti byrðarnar. Þá vakna spurningar. Hvaða byrðar? Það er engin ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans. Það er vandséð hvernig fjármálaráðherra getur komist að þeirri niðurstöðu að Ísland muni tapa dómsmáli þar sem fjallað væri um það hvort Icesave-reikningarnir séu á ábyrgð skattgreiðenda, þegar sjálf framkvæmdastjórn ESB hefur sýnt fram á að svo sé ekki, sagði Bjarni Benediktsson réttilega í grein í Morgunblaðinu síðasta sumar. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins segjast taka undir með landsfundi hans um að kröfur Breta og Hollendinga séu löglausar. Það hvíla engar byrðar á okkur núna enda þyrfti þá ekkert Icesavefrumvarp. Hvernig getur það létt byrðarnar að leggja að ósekju á borna sem óborna Íslendinga tugi eða hundruð milljarða króna í erlendum gjaldeyri? Hvaða byrðar, sem á okkur hvíla, er verið að létta?
Þeir, sem nú þiggja ómælt hrós vinstriflokkanna fyrir að taka skyndilega þátt í að leggja skuldir einkabanka á íslensku þjóðina, geta þeir verið svo vinsamlegir að svara þessum spurningum?
-Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag 15.febrúar 2011.
![]() |
Umræða um Icesave hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2011 | 20:54
Kapphlaup á milli þings og þjóðar
Enn virðist ríkisstjórnin ætla að þvinga Icesave í gegn á hlaupum. Hafið er kapphlaup ríkisstjórnarinnar við undirskriftasöfnunina sem nú er í gangi á www.kjosum.is en leikplan forsætisráðherra virðist vera að keyra málið í gegnum þingið, áður en tími gefst til að safna undirskriftum.
![]() |
Icesave afgreitt af fjárlaganefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2011 | 00:14
10.000 undirskriftir um miðnætti og menn vart lagðir af stað
Viðtökurnar sem www.kjosum.is undirskrifarsöfnunin fær nú, áður en henni er formlega hleypt af stokkunum, koma að líkindum þeim helst á óvart sem hlusta á Efstaleitismenn og ESB-aðildaráhugamenn á Fréttablaðinu/365, en síður þeim sem leggja sig fram við að hlera skoðun hins venjulega Íslendings, sem stritar daginn út og inn, til þess helst að borga Steinrími J. aukna skatta.
Það má hverjum sem leggur málið niður fyrir sig vera ljóst að fyrir utan það augljósa; það að þetta er ekki skuld íslenskra skattgreiðenda, heldur óbilgjörn krafa Breta og Hollendinga, þá eru áhættuatriðin sem einhverju skipta enn öll okkar megin í málinu. Efnahagslegir fyrirvarar eru þannig úr garði gerðir að fari allt á versta veg, verður Jóel litli, sem kom til landsins frá Indlandi fyrir skömmu, jafngamall og sá sem þetta ritar þegar Icesave-sem þá verður orðin skuld- krafan verður að fullu uppgerð.
Það þarf æði frjótt ímyndunarafl til að sannfæra sig um að gjaldeyrishöftin hverfi á meðan Icesave klafinn hangir um háls íslenskra skattgreiðenda. Gengisáhættan er öll okkar megin og fyrir þá sem ekki vita þá veiktist íslenska krónan um rúm 4% í janúar, ef mig misminnir ekki. Óvissa virðist með flæði í erlendum gjaldeyri inn til nýja Landsbankans til að standa undir greiðslum af skuldabréfinu til gamla Landsbankans. Það að ætla að kaupa gjaldeyri af Seðlabankanum til að brúa bilið hugnast þeim að líkindum ekki vel sem sjá fyrir sér styrkingarfasa íslensku krónunnar og afléttingu gjaldeyrishafta. Tímasetning á útgreiðslum úr þrotabúinu liggur ekki fyrir, sem er þó það atriði sem ræður mestu um vaxtagreiðslur ríkissjóðs. Vaxtagreiðslur sem ríkissjóður fær aldrei til baka, sama hversu góðar heimtur verða úr búinu. Heimtur úr búinu eru í raun það sem sá sem hér skrifar hefur minnstar áhyggjur af í augnablikinu, þó að það sé það atriði sem fær alla athygli í umræðunni. Þetta eru aðeins nokkur atriði af mörgum sem hægt er að nefna og varða áhættu sem hvílir á íslenska ríkissjóðnum verði Icesave III samþykkt eins og það liggur fyrir.
Áhættan er því enn allt of mikil og krafa almennings getur ekki verið önnur en sú að Alþingi leiti allra leiða til að breyta óvissu í vissu í þessu máli. Rökin að fyrirliggjandi samningur sé svo miklu betri en hinir fyrri eru einfaldlega ekki boðleg ef þau eiga að duga til að hengja Icsave-kröfurnar um háls okkar skattgreiðenda.
Það eina sem gerir þennan samning bærilegan í hugum margra er það hvað hinir fyrri samningar voru ævintýralega vondir. Slíkur samanburður er ekki boðlegur.
Að þessu sögðu vil ég fá að leggja áherslu á það augljósa: www.kjosum.is skrifa undir núna!
![]() |
Undirskriftir nálgast 9.000 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)